Verslun

Verslunin okkar er skipt í þrjú svæði. Elsti hluti verslunarinnar er staðsettur við aðalinngang. Ef þú beygir þaðan til hægri finnur þú nýjustu viðbótina okkar, Jöklaverslunina. Á vinstri hönd er Gullfossverslunin, sem er með inngang næst fossinum sjálfum.

Við bjóðum upp á mikið úrval af íslenskum vörumerkjum og handverki, vörum úr nágrenninu og íslenskri hönnun.

Klassískir íslenskir minjagripir
Ef þú ert að leita að hefðbundnum íslenskum minjagripum, þá er í miðhluta verslunarinnar fjölbreytt úrval af alls konar munum eins og ísskápsseglum, lundum, rúnahálsmenum og drykkjarhornum. Við erum líka með íslenskar vörur á borð við salt, te, súkkulaði, stuttermaboli, krúsir og teppi svo eitthvað sé nefnt. Einnig fallega skartgripi úr hraunsteinum og þú getur fundið úrval af skarti, húðvörum og listaverk víða um verslunina.

Útivist
Við erum líka með ýmsar gagnlegar ferðavörur til sölu, þar á meðal USB hleðslutæki, göngustafi, stígvél, sundföt og alls konar nauðsynlegan útilegubúnað.

Tíska
Í nýjasta hluta verslunarinnar okkar, Jöklaversluninni er mikið úrval af glæsilegum fatnaði. Við erum með klassísk vörumerki á borð við loðvörurnar frá Feld. Einnig  töff regnfrakka, jakka og skó frá Ilse Jacobsen og stílhreinan fatnað fyrir bæði karla og konur frá hinu íslenska Farmer’s Market. Að auki finnur þú hluti á borð ferðatöskur, Lapuan Kankurit hör- og ullarefni og fleira í versluninni.

Jólin
Við erum með jólahorn þar sem hægt er að finna margt sem viðkemur jólum allt árið um kring. Við erum með bækur, gler- eða filtskraut, spil og margt fleira.

Bækur og kort
Við erum með sérstakt horn þar sem þú getur fundið fjölbreyttar bækur um þjóðmenningu, skemmtilegar staðreyndir, barnabókmenntir, matreiðslu, skáldskap og klassískar sögur. Að auki bjóðum við upp á dagatöl, minnisbækur og vegakort á sama stað. Einnig mikið úrval af póstkortum með myndum frá Gullfossfossi og öðrum fallegum stöðum á Íslandi. Hægt er að póstleggja kortin á staðnum.

Vefverslun
Við erum núna að vinna að vefversluninni okkar og stefnum að því að opna hana fljótlega. Hægt er að fá það sem keypt er í versluninni sent á áfangastað ef fólk hefur ekki aðstæður til að taka vörurnar með sér. 

Vöruúrvalið á Gullfossi er einstakt og við veljum allar okkar vörur sérstaklega inn í verslunina.

 

Við hlökkum til að sjá þig!